Sakna hversdagslífsins

Ég er orðinn langþreyttur á próf- og jólastressi, ég sakna hversdagslífsins þar sem ég og vinir mínir förum út og gerum eitthvað. Mig langar í partý, fara í keilu, bandý, sund, pool, fótbolta o.fl. Ég er ekki einu sinni búinn að fara á skauta á Ingólfstorgi. Um leið og ég er búinn í prófum, þá fer ég í sund, fer á skauta, í bíó og fer eitthvað með vinum mínum. 

 

Ég og Einar Steinn, vinur minn vorum að tala um að hafa bloggin okkar á ensku eða hafa þau á tveim tungumálum þar sem við þekkjum báðir mikið af enskumælandi fólki sem á heima erlendis. Vorum við nokkuð sammála að það yrði erfitt að þýða Íslenskan húmór og orðatiltæki yfir á ensku þar sem þau tapa nær allri merkingu sinni. Sbr. "I stood on the duck" og "I come completly from mountains" sem enginn maður sem er ekki frá Íslandi myndi vita hvað ég væri að meina þótt ég gæti alltaf sagt, "took my breath away", sem þó er ekki sjálfstæð setning nema að ég nefni hvað lét mig standa á öndinni.

 

Jæja, ég ætti kannski að búa til lista yfir 10 skemmtilegustu hlutina sem ég gerði á þessu ári, ég tek fram að hlutirnir þurfa ekkert endilega að vera í þessari ákveðnu röð.

1.Kórinn
Ég veit um færri betri ákvarðanir í mínu lífi en að fara í háskólakórinn, félagslífið þar er frábært. Partý, bandý, tenór-sambandið, hitta allskyns fólk, þótt þetta sé flest allt háskólafólk þá er það samt ekki nærri því allt eins. 

2.MUN-starf
FinMUN, IceMUN, IscoMUN o.s.frv voru öll ótrúlega skemmtileg MUN, að vera í sauna í Noregi og Finnlandi var alveg ótrúlega skemmtilegt. 

3.Ferðalög utanlands sem ekki voru farin á vegum MUN eða Kórsins
Ástralía, Singapore, Frakkland, Spánn, Tékkland, England, Færeyjar, Danmörk...alltaf gaman að ferðast og alltaf jafn gaman að koma heim eftir ferðalagið.

4.Ferðalög innanlands
Hringurinn var tekinn í ár og það á einni helgi, þetta var eftirminnilegt því maður fékk svona eftirminnilega heildarmynd yfir landið sitt. Jafnvel þótt að við hefðum ekki keyrt í gegnum Vestfirði eða Austfirði og við keyrðum ekki um miðhálendið, þá var þetta mjög skemmtilegt.

5.Háskólinn í heild
ég mun aldrei sjá eftir öllum þeim klukkustundum sem ég hef notað í lærdóm. Sama hvort það sé landafræði, danska, kristinfræði, efnafræði eða félagsfræði. Allt gefur þetta af sér á einhvern hátt.

6.Vera með fjölskyldunni
Ég hef alltaf notið þess að vera með fjölskyldunni. Á þessu ári tók ég sérstaklega eftir því hvað það skildi mikið gat inní mér að geta ekki verið eins mikið með fjölskyldunni og ég vildi. Ég veit alveg nákvæmlega um hvað er verið að tala þegar umræðan snýst um fórnir vegna vinnunnar.

7.Vera með vinunum
Djamm,  íþróttir,  labba um og skoða með vinunum. Hvað gæti mögulega verið skemmtilegra en að vera með vinum sínum.

8.Bækur, kvikmyndir, tónlist
Hvort sem ég það var þegar ég las Harry Potter, Draumalandið eða Fjallkirkjuna, horfði á Barbarella, Superman, The Sun, Mýrina eða sjónvarpsþætti eins og Boston Legal, hlustaði á Prodigy, Enya, Boccieli, KK, Queen eða almenna kórtónlist...þá naut ég þess alls og sé ekki eftir að slaka aðeins á og njóta lífsins

9.Fylgjast með og ræða um stjórnmál hvort sem innanlandspólitíkina eða heimsmálin
Alltaf gaman að sitja með fólki og ræða um málin, þótt að auðvitað er skemmtilegra að tala um pólítík þegar a)ég fæ líka að tala, og b)þegar rök fá að ráða, ekki tilfinningar

10.Gera ekki neitt, sofa, íhuga og stunda líkamsæfingar
Allt er hollt í hófi, það á við allt. Ef hlutirnir eru ekki í jafnvægi þá verður lífið að óreiðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með því að þú hverfir frá því að hafa tímamörk á kommment á færslum. Þetta er nú ekki síst af mínum eigin egócentrískum ástæðum, þar  sem mig langaði aðkommenyta við eldri færslu, en get svo sem allt eins gert það hér. Þú talaðir þar um Gallup og langa könnun. Við það hef ég að hnýta að margar spuringarnar sem ég hef fengið í slíkum könnunum eru alveg fáránelgar t.d. "Ef bankinn þinn væri persóna, hvernig myndirðu þá lýsa honum"? Er nema furða að ég vissi ekki hverjum fjáranum ég ætti að svara?

Eins verið að spyrja mig um álit á msimunandi skyrtegundum. Þó ótrúlegt megi virðast hef ég aldrei spáð það djúpt í muninum á KEA og skyr.is, nema að ég veit að það er aspartam í skyr.is, og þær upplýsingar fékk ég í gegn um bróður minn. 

Einar Steinn (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 06:59

2 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Skal gert

Kristján Haukur Magnússon, 18.12.2006 kl. 12:47

3 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Ég breyti þessu í þessari ákveðnu færslu sem þú varst að tala. Ég reyndar ræð því ekki hort ég hafi tímamörk. Þetta virðist einhver föst regla á blog.is

Kristján Haukur Magnússon, 18.12.2006 kl. 12:57

4 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Breyti a.m.k standardstærðinni, fyrir öllum færslum hér eftir á mun vera hægt að koma með athugasemd(comment) í 999,999 daga sem er næstum því 2740 ár. Ég stend í þeirri trú að við verðum báðir löngu farnir úr þessum heim nema einhverjar sci-fi myndir verði að raunveruleika og þeir hlaði okkur uppí raunveruleikanet þar sem við eyðum eilífiðinni eða við fáum daglegar sprautur þannig að við verðum ungir mun lengur eða okkur verði haldið á lífi sem heilum eða hausum í krukku. Þriðji möguleikinn er sá sem ég vill síst, ef ég get ekki hreyft mig sjálfur eða er fastur með mínum eigin hugsunum í 1000 ár þá kýs ég frekar dauðann. Fólk sem er alltaf eitt verður oft hálfruglað og geta ekki fært mig sjálfur hljómar alveg hræðilega.

Kristján Haukur Magnússon, 18.12.2006 kl. 13:09

5 identicon

Ég er enn að bíða eftir því að framfarir í erfðavísindum geri mér kleyft að vera með fljúgandi apaher, sbr. Galdrakarlinn í Oz. Ég meina: Hversu kúl væri það? "Fly my pretties, fly!" Kári Stefánsson er grienilega ekki að standa sig nógu vel í stykkinu. ;)

Einar Steinn (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 16:34

6 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Til að árétta þig, þá var það illa nornin í austri sem var með apaherinn, a.m.k í myndinni

Kristján Haukur Magnússon, 19.12.2006 kl. 16:36

7 identicon

Þegar ég nefndi Galdrakarlinn, meinti ég það að sjálfsögðu sem titil myndarinnar og bókarinnar, og það er rétt til getið hjá þér að austurnornin átti flugapana og var það svo bæði í bókinnni og myndinni. Vestranornin var vond (var það ekki hún sem húsið lenti á?) og Suður- og Norðurnorninar góðar, ef ég man þetta rétt.

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sextán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Checking the world out, my way

Höfundur

Kristján Haukur Magnússon
Kristján Haukur Magnússon
Eðistræðinemandi við Háskóla Íslands. Tenór við kór sama skóla. Virkur og í stjórn MUN(Model United Nations) Eng:Physics student at the University of Iceland. Tenor at the university chorus. Active in the Model United Nations sociaty.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Handel
  • Sendiráð Kóreu
  • Listarborgin Osló
  • Ein á flakki
  • Ég í Helsinki

Spurt er

Hvenær ætlar kjaradómur að hækka laun ríkisstarfsmanna?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband